Friday, December 23, 2011

Heila- og mænusiggs (MS) lípíð tilgátan


Heila- og mænusigg eða multiple sclerosis er bólgusjúkdómur sem hrjáir yfir milljón manns um allan heim [1].

Ekki hefur tekist að finna orsök sjúkdómsins en ríkjandi tilgáta er að hann sé vegna sjálfsónæmis [2], en í grein sem er dagsett í dag (23. desember) í The Quarterly Review of Biology heldur Dr. Angelique Corthals því fram að MS sé líklega vegna gallaðra lípíð efnaskipta, sem á meira sameiginlegt við fituhrörnun slagæða (atherosclerosis) en sjálfsónæmissjúkdóma [3]. Þetta getur verið mikilvægt skref í að finna meðferðir og jafnvel lækningu á sjúkdómnum.

Lípíð tilgátan
Corthals telur að orsökina sé að finna hjá umritunarþáttum sem stjórna upptöku, niðurbroti og tilurð lípíða. Þegar að þessir umritunarþættir, prótín sem kallast peroxisome proliferator-activated receptors, hætta að virka sem skildi verða til slæmar kólesteról sameindir sem kallast oxidized LDL eða Low Density Lipoprotein kólesteról sem myndar plakka (plaque). Þessi plakka myndun veldur ónæmisviðbragði og bólgum sem veldur svo örvef eða siggi. Þetta er sami mekanisminn og í fituhrörnun slagæða, nema að þar gerist þetta í slagæðum [3].

Corthals segir: "Þegar lípíð efnaskipti í kransæðum klikka þá færðu fituhrörnun slagæða. Þegar það gerist í miðtaugakerfinu þá færðu MS. En hin undirliggjandi sjúkdómafræði (etiology) er sú sama".






Það verður spennandi að fylgjast með þessu, en núna þarf ég að fara að þrífa fyrir jólin :)



Heimildir:
[1] http://en.wikipedia.org/wiki/Multiple_sclerosis
[2] Gasca-Salas, C., & Gomez-Ibanez, A. (2011). Chronic cerebrospinal venous insufficiency and multiple sclerosis: a review and update of the subject. Revista De Neurologia, 53(9), 555-560.
[3] http://scienceblog.com/51256/multiple-sclerosis-is-not-a-disease-of-the-immune-system/